Merktur trukkur

Fyrirtækið Topp Útlit er stofnað í ágúst 2002 og er byggt á gömlum grunni. Eigandi þess og framkvæmdastjóri er Eyþór Ólafur Frímannsson. Topp Útlit er ört stækkandi fyrirtæki á sviði merkinga og auglýsinga. Topp Útlit er nú búið tækjum sem eru með þeim fullkomnari í dag á sviði prentunar og er því lítið sem kemur í veg fyrir að óskir viðskiptavina verði að veruleika. Fyrirtækið er í dag ein stærsta (ef ekki sú stærsta) skiltagerð á Vesturlandi og er stefnan að vera í fremstu röð meðal jafningja.